Það á að skrifa (og segja) AÐ gefnu tilefni en ekki AF gefnu tilefni

Að gefnu tilefni: Í þessu fasta orðasambandi með lýsingarhættinum gefinn er notuð forsetningin , gera e-ð, minnast á e-ð að gefnu tilefni. Aftur á móti er notuð forsetningin af í öðrum samböndum, t.d. (gera e-ð, kalla hópinn saman) af þessu, ærnu, sérstöku tilefni.

 

 

Í  yfirlýsingu sem barst í dag frá Ferðaklúbbnum 4 x 4 segir að stjórn hans vilji koma því á framfæri af gefnu tilefni að þeir félagsmenn sem taka þátt í mótmælum Bifhjólasamtakanna Rudda séu þar á eigin forsendum en ekki í nafni Ferðaklúbbsins 4x4. Undir þetta skrifar formaður 4 x 4 Ágúst Birgisson.

Vonandi les Ágúst Birgisson þetta! Police

 


mbl.is Reykspóluðu við Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Annað merki um það hversu frábær blaðamennska er í gangi þarna, að Ágúst er ekki formaður F4x4. Væri ekki nær að birta yfirlýsinguna orðrétt?

Valdís (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 16:33

2 Smámynd: persóna

Takk Valdís, fyrir ábendinguna.

persóna, 8.11.2008 kl. 16:50

3 identicon

frábær blaðamenska. en berið saman yfirlýsinguna frá 4x4

http://f4x4.is/new/news/default.aspx?file=618

Bæring (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 17:30

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Yfirlýsing

Stjórn Ferðaklúbbsins 4x4 vill koma því á framfæri að gefnu tilefni að þeir félagsmenn sem taka þátt í mótmælum Bifhjólasamtakanna Rudda eru þar á eigin forsendum og ekki í nafni Ferðaklúbbsins 4x4.

Þetta er s.s. yfirlýsingin sem Bæring bendir á, þar sem kemur fram "að gefnu tilefni" ..

Blár,  hvernig skyldu vond gæði vera?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.11.2008 kl. 17:45

5 Smámynd: persóna

 Þið eruð frábær að taka höndum saman og benda á þetta allt! Góð gæði, ... góð athugasemd!

persóna, 8.11.2008 kl. 17:59

6 Smámynd: persóna

Takk Bæring!

persóna, 8.11.2008 kl. 18:00

7 identicon

Ég er bara nokkuð viss um að það eigi að skrifa „Af gefnu“...

Þar sem þér er svona umhugað um íslenska tungu og rétta ritun hennar mæli ég með að þú notir íslenskar gæsalappir í bloggnafninu sbr. „Ábyrga“ blaðakona ;)

Nonni (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 19:35

8 identicon

Ég gef að gefnu tilefni mitt atkvæði.

Gunna (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband