Færsluflokkur: Lífstíll

Hefur þú lent í ritskoðun?

Þetta verður fyrsta færsla mín á árinu 2009 og óska ég bloggvinum mínum gleðilegs árs, þó ástandið sé svart. Ég fékk mér heitið persóna á nýju ári og myndin er af grímu, en bak við allar grímur er einmitt persóna. Ekki ætla ég þó að ræða gagnsemi gríma hér í þessari færslu heldur ritskoðun. Hvað má blogga um og hvað ekki?

Það eru svo margir búnir að lenda í ritskoðun mbl.is, eða a.m.k. skrifa um það að ég ætla ekki að skrifa um það, heldur ætla ég að skrifa um ritskoðun aðila útí bæ. Einhverra sem kannski halda ekkert allt of mikið upp á þig, eða jafnvel leggja fæð á þig. Kannski afbrýðisamur fyrrverandi eiginmaður eða eiginkona að hnýsast í þitt líf í dag.

Ég er alltaf að heyra svona sögur, fyrrverandi eiginmaður að banna myndir af nýja manninum með börnunum á bloggi, eða frásögur af fjölskyldu.

En hvað er löglegt í svona málum og hvað er siðlegt? Hver má blogga um hvern? Má stjúpi segja frá því að hann fór í bío með lilla litla krúttípútt?  Eða stjúpa skrifa um karatetíma og jafnvel birta myndir af lillu litlu ef það er með samþykki maka en í óþökk blóðforeldra. Hvað má?

Má segja frá símtali við frænku og hvað frænkan sagði? Getur frænkan farið í mál?

Þetta eru steinar sem mig langar að velta upp, og gott væri að fá reynslusögur ef einhver þorir og hvort einhver hefur hugleitt þetta. Sé að fólk læsir stundum allt í einu bloggi í ofboði og útskýrir að það séu "ákveðnir aðilar" t.d. innan fjölskyldunnar sem hafi kvartað.

Hvar liggja mörkin?  

Kveðja,

Persóna


Ekki jólasveinn?

 

Mikið hefur verið slúðrað um þennann mann. Fólk telur að hann sé jólasveinninn, en hann þvertekur fyrir allar sögur um slíkt og skellihlær að þeim reyndar.  

Þó menn klæði sig eins og jólasveinar, gangi um með poka og segi hó,hó,hó, þá þurfa þeir auðvitað ekkert að vera jólasveinar,  eða hvað?


Victoría ekki galin!

Eins gott að hafa David innan ákveðins radars, miðað við fyrri reynslu! Victoria Beckham.
mbl.is Victoria stefnir á tískusýningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað er það sársaukafullt

Að Angelína sé að lýsa sínum magafiðring við að hitta manninn sem var í hjónabandi með annarri konu, á þeim tíma,  er mjög óviðeigandi.

Auðvitað var hún fallin fyrir Brad og gagnkvæmt, en það er samt sem áður óviðeigandi. Ég stend með dúllunni henni Jennifer!

 


mbl.is Aniston gagnrýnir Jolie
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Get a life ?

Einhver ,,Tóti trúður" fann sig knúinn til að tjá sig í athugasemd að fá mér líf, eða á ensku ,,Get a live"  ..

Ég leyfði mér að gera grín í blogginu hér á undan að innslætti í frétt þar sem sagt var að maður hefði látist í miðjum danski. (Já káið var innsláttarvillan).

Þeir sem  þykjast aldrei lesa blogg, eða eru ekki sáttir við húmor eða skoðanir annarra bloggara koma stundum með þetta málefnalega innlegg í athugasemdir: ,,Get a live" og segja ekkert annað.

Hvað eru menn að lesa greinar hjá bloggara sem kallar sig ,,Ábyrga" blaðakonan, með ábyrg innan gæsalappa og hafa áhyggjur af hennar lífi eða ólífi?

Það eru jú menn sem kalla sig Tóta Trúð og lifa eflaust mjög innihaldsríku lífi. Wizard Mæli með því að svona Tótar fái sér bara blogg sjálfir og bloggi af mikilli alvöru.


Hvað er að látast í miðjum danski ?

,,Eiginmaður hennar, Josi Silveira Coimbra, 76 ára, lést á sunnudag úr hjartaáfalli í miðjum danski í veislu" Shocking 

Auðvitað á þetta að vera í miðjum dansi, einu kái ofaukið þarna. Það er ekki bara Bjarni Harðar sem gerir mistök!  Dauðsfall eiginmannsins í miðjum dansi, eða danski, fellur þó alveg í skuggann fyrir þessum dramatíska dauðdaga ekkjunnar að fá kistuna á hnakkann.

Samúðin er með syninum.

 


mbl.is Ekkjan lést á leið í kirkjugarðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á ekki að fara svona með dýrin .. fegurðin kemur innan frá, er það ekki?

Hugsa sér að vera kosinn ljótasti eitthvað! Woundering Hryllilega er þetta eitthvað ómannúðlegt að stilla dýrunum upp og velja ljótasta dýrið. Mannskepnan er ljótasta dýrið, það kemur alltaf betur og betur í ljós.

 


mbl.is Ljótasti hundur í heimi dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún fór í gegnum fataskápinn og kom svo út úr skápnum! ..

Faðir Söruh er alveg eyðilagður yfir því að Sarah ákvað eftir kosningarnar að koma loksins út úr skápnum. Sagði svipað og stendur í ljóðinu góða: "Dóttir mín er engin lessa, hún er fullkomin eins og ég!" 

Þetta kom allt fram í því virta tímariti National Enquirer, sem er þekkt fyrir að flytja ekkert annað en hóflegar fréttir, og  þar kom einnig fram að hún væri búin að fórna greiðslunni og hárið féll í fögrum bylgjum um kinnar hennar, að henni væri í raun mjög létt.  

Þetta þykir mörgum miðaldra karlinum, sem hefur dáðst að Söruh, mikil sorg. En hvað megum við ósamkynhneigðar konur segja, allir fallegustu karlarnir eru samkynhneigðir!

Sel þetta ekki dýrara en ég stal því!


mbl.is Palin fór í gegnum fataskápinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á að skrifa (og segja) AÐ gefnu tilefni en ekki AF gefnu tilefni

Að gefnu tilefni: Í þessu fasta orðasambandi með lýsingarhættinum gefinn er notuð forsetningin , gera e-ð, minnast á e-ð að gefnu tilefni. Aftur á móti er notuð forsetningin af í öðrum samböndum, t.d. (gera e-ð, kalla hópinn saman) af þessu, ærnu, sérstöku tilefni.

 

 

Í  yfirlýsingu sem barst í dag frá Ferðaklúbbnum 4 x 4 segir að stjórn hans vilji koma því á framfæri af gefnu tilefni að þeir félagsmenn sem taka þátt í mótmælum Bifhjólasamtakanna Rudda séu þar á eigin forsendum en ekki í nafni Ferðaklúbbsins 4x4. Undir þetta skrifar formaður 4 x 4 Ágúst Birgisson.

Vonandi les Ágúst Birgisson þetta! Police

 


mbl.is Reykspóluðu við Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundarnir endurspegla oftast eigendur sína

Það á nú aldrei að klappa ókunnugum hundum nema með leyfi eigandans. En hundar endurspegla oft eigendur sína.

 

að vísu er hundurinn hans Busch svartur eins og jakkafötin hans en ég held ég myndi heldur ekki þora að reyna að klappa Busch.


mbl.is Hættulegur forsetahvutti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband