28.10.2008 | 15:57
Ekki séð og ekki heyrt ...Davíð í Extreme Makeover, home edition? Íslenska þjóðin: The Biggest Looser
"Ábyrg" blaðakona fólksins í landinu mætt hér til að eyða óvissunni, hrista út eymdina og kitla burt leiðindin. ÉG mun fylgjast með ríkisstjórn, seðlabankastjóra og öðrum stjórum fyrir YKKUR. Líka auðmönnum og flóttamönnum með sítt að aftan. ÉG, nefnilega skynja fréttir. Þarf ekkert að sjá eða heyra, eins og þeir í Séð og Heyrt vitleysunni.
Fyrsta frétt sem ég hef ekki heyrt, heldur skynjað, er að Davíð Oddsson hafi ákveðið í lítillæti sínu og iðrun að skipta um húsnæði við tjaldbúann í Laugardalnum. Húsnæðisskiptin munu fara fram næstu mánaðarmót og hefur tökuliðið úr Extreme Makeover Home edition verið fengið til að mæta á svæðið og taka upp þátt með skiptunum.
Í bland verður farið í þáttinn The Biggest Looser, en skynjun mín segir mér ekki meira um það í bili. Það kemur í næsta bloggi. Nei, nei, það kom til mín rétt í þessu, ó, ó, æ, æ, aumingja ég og þið, það er íslenska þjóðin sem kemur til með að missa mest.
Það verður varað við þessum þætti, hann verður ekki fyrir viðkvæma né hjartveika né þá sem eru með ofnæmi fyrir Davíð Oddssyni.
Ef þið hafið spurningar sem þið viljið fá svör við úr andaheiminum (ekki fugla) er velkomið að leggja þær inn í gestabókina mína.
Athugasemdir
Afsakið, ég gleymdi auðvitað að segja til nafns, en ég heiti Stella og vinsamlega ekki hella yfir mig oflofi.
persóna, 28.10.2008 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.