30.10.2008 | 11:10
Afsakið að ég er ljóshærð en hvað er verg landsframleiðsla ?
Þykjast bara allir skilja þetta "verg" eða er það bara ég sem er svona vitlaus ?
85% af vergri landsframleiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2008 | 11:10
Þykjast bara allir skilja þetta "verg" eða er það bara ég sem er svona vitlaus ?
85% af vergri landsframleiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég vissi þetta! Það veit þetta nefnilega enginn.
persóna, 30.10.2008 kl. 11:18
Ég er nú orðinn nokkuð gamall í árum, en þetta orð "verg" hef ég aldrei getað skilið. Ég get ekki ímyndað mér að þetta sé íslenskt orð. Ég er á því að þessir kerfiskarlar þurfi að fara að tala sama tungumál og fólkið í landinu. Og ekki alltaf að tala yfir hausunum á fólki.
Marinó Óskar Gíslason, 30.10.2008 kl. 11:21
Verg þýðir skítug/óhrein. Verg landsframleiðsla er íslenskun á hugtakinu GDP (gross domestic product) og þýðir því í þessu tilviki „brúttó“. Með þessu er átt við virði heildarframleiðslu Íslands á því verðlagi sem gildir hverju sinni, þ.e. án tillits til verðbólgu.
Agnar (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:24
verg landsframleiðsla er brúttó landsframleiðsla
andri (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:26
Takk fyrir Marinó, og takk fyrir Agnar - næst þegar kemur svona "verg" frétt verð ég með þetta alveg á hreinu (og hinir sem hafa lesið þínar skýringar). Þarf oft eina ljóshærða til að spyrja fyrir hina sem þykjast vita.
persóna, 30.10.2008 kl. 11:28
Takk líka Andri.
persóna, 30.10.2008 kl. 11:28
Ég fer nú bara hjá mér, þegar hér kemur inn hver gáfumaðurinn á fætur öðrum.
Af hverju ætli það hafi ekki bara staðið brúttó í stað verg. Meira að segja ég skil brúttó.
Spyrjandi: Stella hvað ert þú með í brúttó árslaun ? Ég: ertu að meina með svörtu tekjunum eða án. Spái nefnilega í bolla með svörtu kaffi og hef ekki gefið það upp til skatts. Ég geri það bara til gamans, ekkert taka það of alvarlega. Spái líka í andlit og sé persónu fólks í andlitum. Þess vegna set ég ekki mitt andlit hér í reitinn, þá væri hægt að sjá í gegnum mig!
Mínir bloggvinir (4 að tölu) eru fólk með húmor, sem tekur sig ekki of alvarleg. Sé það á þessum fjórum, eða a.m.k. þremur, einn felur sig svolítið svo ég vil ekki segja mikið strax um hann.
persóna, 30.10.2008 kl. 11:52
Verg er... ja, nú veit ég það. Takk Ábyrg, fyrir að spyrja. Ég hafði nebblekki heldur hugmynd.
Villi Asgeirsson, 30.10.2008 kl. 12:10
Þetta vissi ég nú allveg en takk fyrir að spyrja fyrir okkur......
Ég hélt að þetta væri enn ein hálfvitavillan hjá starfsmönnum mbl.is . Ég lét mér detta í hug að það hafi átt að vera 85% af venjulegri landsframleiðslu en eitthvað hafi klikkað hjá þeim í einhverri copy/paste vinnu......þar til ég sá þetta á visir líka... þá hugsaði ég reyndar í nokkrar sek.. djöfullsins hálfvitr á vísi... taka fyrirsögnina beint upp og meira að segja með innsláttarvillunni..
En ég ákvað við þetta að skoða þetta blogg og sjá hvort einhver væri mér gáfaðari....
Mér líður einsog í "tekinn" þætti hjá Audda
Stefán Þór Steindórsson, 30.10.2008 kl. 12:19
Ótrúlega óþægilegt að þurfa að líta út eins og maður viti eitthvað sem maður veit ekki. Mér datt í hug dverg landsframleiðsla, af því við erum eiginlega dvergríki. D-ið hefði dottið framan af. Neiiii.. bara grín.
Ég skal reyna að spyrja um óskýra hluti. Ég er nýfarin að átta mig á muninum á að ganga í ESB (Einkaklúbb sorgmæddra betlara) eða fara í JSB (Jazzballettskóla Báru).
persóna, 30.10.2008 kl. 12:29
Æi krakkar.
Þetta er svona álíka og 'eigindleg rannsóknaraðferð í þekkingarstjórnun'
Maður notar svona orð til að fæla frá sér fm-hnakka í partýjum, og tæla skemmtilega fólkið fram í eldhús að spjalla ... og ...
Hm. Eitthvað.
Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:03
Vill ekkert vera að monta mig en þetta lærði ég í menntaskólahagfræði fyrir 7 árum síðan hjá Willum Þór þannig að nota orðið verg er ekki alveg nýtt á nálinni og ekki uppfinning blaðamanna mbl.
Helga Finnsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:07
Eins og ljónið og lambið, fíllinn og músin eru vinir weltfremd, geta fm-hnakkar og gáfnaljós spjallað saman inni í eldhúsi. Muna: Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
Montaðu þig bara Helga, ef það er ekki tími til að monta sig núna þá aldrei! Ég fyllist bjartsýni fyrir hönd þjóðarinnar, þegar ég heyri að menntaskólalærdómur hefur síast svona vel inn hjá þér.
persóna, 30.10.2008 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.