11.1.2009 | 15:35
Hefur þú lent í ritskoðun?
Þetta verður fyrsta færsla mín á árinu 2009 og óska ég bloggvinum mínum gleðilegs árs, þó ástandið sé svart. Ég fékk mér heitið persóna á nýju ári og myndin er af grímu, en bak við allar grímur er einmitt persóna. Ekki ætla ég þó að ræða gagnsemi gríma hér í þessari færslu heldur ritskoðun. Hvað má blogga um og hvað ekki?
Það eru svo margir búnir að lenda í ritskoðun mbl.is, eða a.m.k. skrifa um það að ég ætla ekki að skrifa um það, heldur ætla ég að skrifa um ritskoðun aðila útí bæ. Einhverra sem kannski halda ekkert allt of mikið upp á þig, eða jafnvel leggja fæð á þig. Kannski afbrýðisamur fyrrverandi eiginmaður eða eiginkona að hnýsast í þitt líf í dag.
Ég er alltaf að heyra svona sögur, fyrrverandi eiginmaður að banna myndir af nýja manninum með börnunum á bloggi, eða frásögur af fjölskyldu.
En hvað er löglegt í svona málum og hvað er siðlegt? Hver má blogga um hvern? Má stjúpi segja frá því að hann fór í bío með lilla litla krúttípútt? Eða stjúpa skrifa um karatetíma og jafnvel birta myndir af lillu litlu ef það er með samþykki maka en í óþökk blóðforeldra. Hvað má?
Má segja frá símtali við frænku og hvað frænkan sagði? Getur frænkan farið í mál?
Þetta eru steinar sem mig langar að velta upp, og gott væri að fá reynslusögur ef einhver þorir og hvort einhver hefur hugleitt þetta. Sé að fólk læsir stundum allt í einu bloggi í ofboði og útskýrir að það séu "ákveðnir aðilar" t.d. innan fjölskyldunnar sem hafi kvartað.
Hvar liggja mörkin?
Kveðja,
Persóna
Athugasemdir
Ég hef ekki lent í ritskoðun, en þetta er umhugsunnarvert sem að þú skrifar hér að ofan,,,,,,,,,, ennnnnn kommon má maður ekki blogga eins og manni langar til ?????? Mín síða er að vísu læst en það ákvað ég bara sjálf. Gangi þér vel með bloggsíðuna þína :)
Erna Friðriksdóttir, 11.1.2009 kl. 18:24
Takk fyrir athugasemdina Erna, og góðar kveðjur.
persóna, 11.1.2009 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.