Obama er jafn hvítur og hann er svartur!

Ég bið lesendur "Ekki séð og ekki heyrt" afsökunar á fjarveru minni undanfarið, en tölvan hér á "fréttastofunni" hrundi allsvakalega. Vírusar og ýmis smit höfðu borist í kerfið eftir áður óþekktum smitleiðum.

Mér er fyrirmunað að skilja afhverju svona mikið er talað um að Obama sé blökkumaður, þeldökkur, Afrískur-Ameríkani og svo framvegis. Mamma hans var hvít og pabbi svartur. Hann er því blandaður. Fulltrúi bæði hvítra og svartra, ekki það skipti mig máli hvernig hann er á litinn. Hann er svakalega fallegur, bæði að innan og utanverðu og ég skil vel að konur hafi kosið hann. InLove

John gamli tók ósigrinum hetjulega og hrósaði Barack en mikið svakalega var Sarah spæld. Sá það alveg á henni.

Pabbi og mamma Obama.

 


mbl.is Obama kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég er alveg sammála, hörundslitur manna ætti ekki að skipta neinu máli heldur fyrir hvað þeir standa, þess vegna gleðst ég í hjarta mínu að Obama náði kjöri.

Sunna (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband